Páskabingó foreldrafélagsins

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið fimmtudaginn 2 apríl n.k.

Bingó fyrir 1-4 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 17:00

Bingó fyrir 5-7 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 18:30

 

Lesa meira

Stóðu sig vel í Stóru upplestrarkeppninni

Björn Ólafur og Líney í 7. bekk tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd Salaskóla á þriðjudaginn 24.mars í aðalkeppninni í Kópavogi. Keppnin var haldin í Salnum og voru 18 fulltrúar frá mismunandi skólum í Kópavogi. Þau stóðu sig bæði mjög vel og er skólinn mjög stoltur af þátttöku þeirra.

Lesa meira

Úrslit skákmeistaramóts Salaskóla 2009.

Skoðið myndir.
Mótið var haldið í febrúar og mars 2009 í þremur áföngum. Efstu 12:


Lesa meira

Árshátíð unglingadeildar

Á fimmtudagskvöldið, 26. mars, verður árshátíð unglingadeildar Salaskóla. Það er félagsmiðstöðin Fönix sem sér um árshátíðina, en kennarar þjóna til borðs. Boðið er upp á glæsilegan mat sem matreiðslumeistari skólans hefur verið að undirbúa síðustu vikuna.


Lesa meira

9. bekkur kemur heim upp úr kl. 13:00

9. bekkur er nú á heimleið frá Laugum eftir vel heppnaða ferð þangað. Þau verða komin í Salaskóla upp úr kl. 13:00.

Lesa meira

Upplýsingatækni

UPPLÝSINGATÆKNI Í SKÓLASTARFI Hvernig er útdráttur gerður? Leiðbeiningar(video) Leiðbeiningar – Til að prenta út.

Lesa meira

Hættu áður en þú byrjar

Í samvinnu við lögregluna og fleiri aðila höfum við verið að fræða nemendur um skaðsemi fíkniefna. Þetta hefur verið gert undir yfirskriftinni "hættu áður en þú byrjar". Nemendur í 8. – 10. bekk fá tveggja tíma ítarlega fræðslu. Mikilvægur hluti af þessu verkefni er fræðsla til foreldra og á föstudaginn, 20. mars, eru foreldrar […]

Lesa meira

Tónlist fyrir alla

Við fengum góða gesti í heimsókn í vikunni því tónlistarfólk kom og spilaði fyrir krakkana undir yfirskriftinni "Tónlist fyrir alla". Kynnt var fyrir þeim gömul sönglög og að sama skapi gömul hljóðfæri eins og gígja og dragspil. Þetta var afar fróðlegt og hin besta skemmtun og sýndu krakkarnir þessu mikinn áhuga.

Lesa meira

Aðalfundi foreldrafélagsins frestað til 17. mars

Af óviðráðanlegum orsökum er aðalfundi foreldrafélagsins sem vera átti fimmtudaginn 12. mars, frestað til þriðjudagsins 17. mars. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa í skólaráð og skólastjóri mun fjalla um niðurskurð á fjárveitingum til skólastarfsins og afleiðingar hans í skólanum.

Lesa meira

Sveit Salaskóla í 3. sæti

A-sveit Salaskóla lenti í 3. sæti í Íslandsmóti barnaskólasveita 2009. Mótið fór fram í Rimaskóla nú um helgina. Keppnin var hörð og jöfn og lokastaðan varð sú að sveit Rimaskóla sigraði nokkuð örugglega með 9 vinningum, Barnaskóli Vestmannaeyja fékk 6,5 vinninga og var í 2. sæti og A-sveit Salaskóla fékk 5,5 vinninga og 3. […]

Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Salaskóla verður  fimmtudaginn 12. mars kl 20:00 í hátíðarsal Salaskóla.
Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Kosning í skólaráð
  3. Önnur mál

Lesa meira

Nýjar myndir í myndasafni

Inn á myndasafn Salaskóla eru komnar myndir frá Öskudagsskemmtuninni sem haldin var í skólanum. Einnig eru myndir frá heimsókn leikskólans Fífusölum sem var á dögunum.

Lesa meira