fjolgreind

Skemmtilegt að fást við fjölgreindirnar

fjolgreind
Afar vel hefur gengið á Fjölgreindaleikum Salaskóla í þá tvo daga sem þeir hafa staðið yfir. Krakkarnir fara á milli stöðva sem eru staðsettar á mörgum stöðum inni í skólahúsnæðinu og einnig í íþróttahúsinu.  Alls eru um 40 stöðvar í gangi sem reyna á hinar ýmsu fjölgreindir – það eru ekki allir góðir í öllu svo mikið er víst. Sumir eru ferlega góðir í stígvélakasti eða kaðlaklifri, á meðan aðrir eru betri í að þekkja fugla, umferðarmerki eða leika orð. Í hverju liði eru 10 krakkar og þegar eldri sem yngri leggja saman getur úkoman verið býsna góð. Áberandi er hvað fyrirliðar standa sig vel að, þeir eru afar ábyrgir, hjálpsamir og hvetja þá sem yngri eru áfram. Oftast skapast mikil liðsheild innan liða sem er aðdáunarverð.  Skoðið myndir frá seinni deginum.

Fjölgreindaleikar 154

Fyrri dagur Fjölgreindaleika: Hvar er starfsfólkið?

Fjölgreindaleikar 154
 Myndir frá fyrsta degi leikanna    
 
Myndir: Óboðnir gestir – eða hvað?

Þegar nemendur komu í skólann í morgun, á fyrsta degi Fjölgreindaleika Salaskóla, virtist enginn af starfsfólkinu vera mættur. Í stað þeirra var afar sérkennilegt lið á ferð um skólann, sumir prúðbúnir, aðrir afar druslulegir og inn á milli sáust dýr í uppréttri stöðu. Í einni skólastofunni var Pavarotti, stórsöngvari, að lesa upp nemendur með sjálfan sig glymjandi í græjunum. Hann var greinilega í forföllum fyrir Jóhönnu Björk, kennara. Þetta skrautlega og sérkennilega lið hafði greinilega yfirtekið skólann þennan morguninn – það fór ekki á milli mála. Var starfsfólk skólans kannski á námskeiði í dag? Þarna mátti koma auga á Kolbein kaftein, Chaplin, Valla, Línu langsokk auk spænskrar senjórítu,

skurðlækna, golfara, vísindamanns, mótórhjólatöffara og þannig mætti lengi telja. Nunna með maskara (… má hún vera með maskara?) sást á hlaupum og virtist vera að stjórna einhverju mikilvægu á göngum skólans. Hvað skyldi það vera? Nemendur skólans voru sallarólegir yfir þessu ástandi og tóku óboðnu gestunum vel og gáfu sig meira að segja á tal við þá. En þá var hringt inn til 12. Fjölgreindaleika Salaskóla og allir virtust vita hvað þeir áttu að gera – líka óboðnu gestirnir en ekkert sást ennþá til starfsfólksins.     

Fjölgreindaleikar 037

Ritun og jafningjaráðgjöf

Salaskóli fékk styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Ritun og jafningjaráðgjöf“ fyrir skólaárið 2014-2015. Verkefnið felst í að kenna nemendum ritun með góðum stuðningi frá eldri nemendum. Verkefnisstjóri var Hrafnhildur Georgsdóttir. Skýrsla um verkefnið er væntanleg á vefinn.

Nýtum það sem til er, vinnum saman hvar sem er (BYOD)

Skólaárið 2014-2015 fékk Salaskóli styrk úr Sprotasjóði vegna verkefnisins „Nýtum það sem til er, vinnum saman hvar sem er.“ Verkefnið snýst um að nemendur í unglingadeild geti komið með sín eigin snjalltæki og notað í námi sínu. Þá er átt við síma, spjaldtölvur og fartölvur. Logi Guðmundsson var verkefnisstjóri. Skýrslu um verkefnið er að finna hér. 

3. bekkur

Myndir 2014-2015

Ágúst:
Skólasetning 

3. bekkur

 

September:
Norræna skólahlaupið    
Útikennsla í september


Október:

Fyrri dagur fjölgreindaleika
Seinni dagur fjölgreindaleika
Starfsfólk á fjölgreindaleikum

Sjöundubekkingar á Reykjum

Lestrarkeppnin  Lesum meira 2014

Nóvember:
Góðir gestir í nóvember
Dagur gegn einelti – heimsókn í leikskóla 9.-10. b.
Verðlaunafhending fyrir fjölgreindaleika

 

Desember:
Jólaþorpið 2014Norræna skólahlaupið 035 - CopyLitlu jólin 2014

Janúar – febrúar
Hundraðdagahátíðin í 1. bekk
Öskudagur 2015

Fleiri öskudagsmyndir

Mars – apríl

Meistaramót Salaskóla 2015

Hönd í hönd

Fyrstubekkingar – sýning fyrir foreldra


Maí
Þemadagar 2015 – Víghóll

Heimsókn í leikskólann Rjúpnahæð – þemadagar

 

Júní

Skólaslit

 

Norræna skólahlaupið 035 - Copy

Hlaupið af krafti í norræna skólahlaupinu 2014

Myndir frá Norræna skólahlaupinu 
Í dag, fimmtudaginn 11. september, fór Norræna skólahlaupið fram í Salaskóla en allir skólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Í þessu hlaupi er lögð áhersla á holla hreyfingu og markmiðið er að sem flestir – helst allir- taki þátt. Það gerðu einmitt nemendur í Salaskóla, allir hlupu af stað, og krakkarnir sýndu mikinn dug og mikla elju og skemmtileg stemning skapaðist í kringum hlaupið.

Krakkarnir gátu valið um mismunandi vegalengdir 2,5, 5 km eða að fara 10 km en einn hringur var einmitt 2,5 km. Einhverjir fóru meira að segja 5 hringi sem gerir 12,5 km sem er vel af sér vikið. Að sjálfsögðu var drykkjarsstöð á leiðinni eins og í alvöru hlaupi. En það sem mestu máli skipti er að hver og einn stóð sig gríðarlega vel og fær nú viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Til hamingju með flott hlaup, Salaskólakrakkar.  Norræna skólahlaupið 035 - Copy

Forskóli tónlistarnáms

Undanfarin ár hefur skólinn boðið nemendum í 2. bekk upp á flautunám í litlum hópum beint eftir skóla. Þetta geta öll  7 ára börn nýtt sér hvort sem þau eru í dægradvölinni eða ekki.

Kostnaði er stillt í hóf og hafa börn í dægradvöl einungis verið að borga fyrir flautu og námsefni, en ef  það er til blokkflauta á heimilinu þá er sjálfsagt að nota hana.

Ef barnið er ekki í dægradvöl þá bætist við hófstillt námskeiðsgjald. Þetta tilboð hafa mörg börn nýtt sér sem stefna á að fara í tónlistarskóla og læra á hljóðfæri. Þarna læra þau grunnatriði í tónfræði og nótnalestri í gegnum hljóðfæraleik, hreyfingu, sköpun og verkefnavinnu.

Kennt verður í beinu framhaldi af skóla eða kl. 13: 35 – 14: 15. Foreldrar barna í 2. bekk hafa fengið nánari upplýsingar í tölvupósti.