Ekki dót að heiman í skólann

Svolítið hefur borið á því að nemendur í 1. og 2. bekk koma með leikföng að heiman með sér í skólann. Þetta veldur talsverðum truflunum og vandræðum í kennslustundum og því biðjum við foreldra um að fylgjast með því að börnin séu ekki að stinga dóti ofan í skólatöskuna. Einstaka sinnum eru dótadagar og þá mega börnin koma með leikföng, en kennarar tilkynna það sérstaklega. Þeir eru hugsaðir sem umbun fyrir vel unnin störf og dugnað.

Skíðaferð 10. bekkja

Þriðjudaginn 19. febrúar fer 10. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll.  Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Gist verður eina nótt og lagt af stað til baka kl. 14:30 á miðvikudeginum. Við verðum í skíðaskála Breiðabliks en þar er mjög góð aðstaða fyrir hópinn. 

Smellið á lesa meira fyrir frekari upplýsingar.

Matur

Nemendur koma sjálfir með nesti að öðru leyti en því að kvöldmatur verður sameiginlegur. Þeir nemendur sem ekki eru í mat þurfa að borga fyrir hann 250 kr.

Klæðnaður og svefnpoki

Allir verða að koma vel klæddir og með nóg af hlýjum aukafötum.  Ekki gleyma húfum, vettlingum og ullarsokkum. Nemendur eiga líka að koma með svefnpoka. 

Kostnaður

Skólinn borgar skálagjald  og rútukostnað en nemendur greiða sjálfir lyftukort og fyrir leigu á skíðabúnaði, ef um slíkt er að ræða. 

Skíðabúnaður

Sumir eiga sjálfir skíði eða bretti. Við hvetjum þá sem ekki eiga að athuga hvort þeir geti fengið lánað hjá ættingjum. Skíðaleiga er í Bláfjöllum. Þeir sem ætla að nota hana þurfa að láta okkur vita í síðasta lagi á föstudag, 15. febrúar hvaða búnað þeir ætla að leigja. Verð fyrir skíða- eða brettapakka yfir daginn er kr. 2500.

Skíðakennsla fyrir alla

Við verðum með margreynda úrvals skíðakennara með okkur sem kennir bæði byrjendum og lengra komnum. 

Aðstoð foreldra

Aðstoð foreldra er mjög vel þegin.   Fínt er ef einhverjir vilja koma og vera allan tímann, en ekki síður gott að fá aðstoð hluta af tímanum.  Þeir sem ætla að bjóða fram krafta sína hafi samband við skrifstofu skólans – sími 570 4600 eða sendi tölvupóst á asdissig@kopavogur.is 

Kvöldvaka

Um kvöldið verður kvöldvaka og við biðjum nemendur að huga að skemmtiatriðum og leikjum til að fara í þar.

Fararstjórar

Nokkrir kennarar og starfsmenn Salaskóla fara með og aðstoða nemendur eftir því sem þörf er á. 

Reglur

Í skíðaferðinni gilda skólareglur og skálareglur.  Nemendur verða að fara eftir þessum reglum og hlýða kennurum og starfsmönnum. Verði misbrestur á því er tafarlaust hringt í foreldra og þeir beðnir um að sækja barn sitt.  Skiljið GSM – síma eftir heima, það er mikil hætta á að týna þeim. Sama má segja um ipod. Hver og einn ber ábyrgð á sínum farangri og ef eitthvað týnist ber nemandinn sjálfur fulla ábyrgð á því.

Upplýsingar

Hafið samband ef eitthvað er óljóst og þið óskið frekari upplýsinga.

Skíðaferð 9. bekkja

Mánudaginn 18. febrúar fer 9. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Gist verður eina nótt og lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:30 á þriðjudeginum. Við verðum í skíðaskála Breiðabliks en þar er mjög góð aðstaða fyrir hópinn.  Mánudaginn 18. febrúar fer 9. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Gist verður eina nótt og lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:30 á þriðjudeginum. Við verðum í skíðaskála Breiðabliks en þar er mjög góð aðstaða fyrir hópinn. 

Smellið á lesa meira til fyrir frekari upplýsingar.

 Matur

Nemendur koma sjálfir með nesti að öðru leyti en því að kvöldmatur verður sameiginlegur. Þeir nemendur sem ekki eru í mat þurfa að borga fyrir hann 250 kr.

Klæðnaður og svefnpoki

Allir verða að koma vel klæddir og með nóg af hlýjum aukafötum.  Ekki gleyma húfum, vettlingum og ullarsokkum. Nemendur eiga líka að koma með svefnpoka. 

Kostnaður

Skólinn borgar skálagjald  og rútukostnað en nemendur greiða sjálfir lyftukort og fyrir leigu á skíðabúnaði, ef um slíkt er að ræða. 

Skíðabúnaður

Sumir eiga sjálfir skíði eða bretti. Við hvetjum þá sem ekki eiga að athuga hvort þeir geti fengið lánað hjá ættingjum. Skíðaleiga er í Bláfjöllum, og þeir sem ætla að nota hana þurfa að láta okkur vita í síðasta lagi á föstudag, 15. febrúar, ef á að leigja búnað. Verð fyrir daginn er 2500 kr. fyrir skíða-  eða brettapakka.  

Skíðakennsla fyrir alla

Við verðum með margreynda úrvals skíðakennara með okkur sem kennir bæði byrjendum og lengra komnum. 

Aðstoð foreldra

Aðstoð foreldra er mjög vel þegin.   Fínt er ef einhverjir vilja koma og vera allan tímann, en ekki síður gott að fá aðstoð hluta af tímanum.  Þeir sem ætla að bjóða fram krafta sína hafi samband við skrifstofu skólans – sími 570 4600 eða sendi tölvupóst á asdissig@kopavogur.is. 

Kvöldvaka

Um kvöldið verður kvöldvaka og við biðjum nemendur að huga að skemmtiatriðum og leikjum til að fara í þar.

Fararstjórar

Nokkrir kennarar og starfsmenn Salaskóla fara með og aðstoða nemendur eftir því sem þörf er á. 

Reglur

Í skíðaferðinni gilda skólareglur og skálareglur.  Nemendur verða að fara eftir þessum reglum og hlýða kennurum og starfsmönnum. Verði misbrestur á því er tafarlaust hringt í foreldra og þeir beðnir um að sækja barn sitt.  Skiljið GSM – síma eftir heima, það er mikil hætta á að týna þeim. Sama má segja um ipod. Hver og einn ber ábyrgð á sínum farangri og ef eitthvað týnist ber nemandinn sjálfur fulla ábyrgð á því.

Upplýsingar

Hafið samband ef eitthvað er óljóst og þið óskið frekari upplýsinga.

picture_6229.jpg

2. sætið í Skólahreysti

picture_6229.jpgLið Salaskóla hreppti 2. sætið í sterkum riðli í Skólahreystinni. Liðið var efst að stigum þegar ein grein var eftir en varð að láta í minni pokann fyrir hraustu krökkunum í Lindaskóla.

Í riðlinum voru lið frá 14 skólum í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík. Árangur krakkanna í Salaskóla er því frábær.

Á myndinni eru fjórir af keppendum Salaskóla, þau Adam, Glódís, Rakel og Steingrímur. Auk þeirra voru í liðinu varamennirnir Elísabet og Anton.

Myndir frá keppninni eru á heimasíðu Skólahreysti, http://www.skolahreysti.is/

Foreldraráð – framboðsfrestur rennur út á miðnætti

Frestur til að skila inn framboðum í foreldraráð Salaskóla rennur út á miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 12. febrúar. Þeir sem kosnir verða sitja í ráðinu næstu tvö árin. Framboðum er hægt að skila með tölvupósti til skólastjóra eða með því að hringja eða koma í skólann og gefa sig fram við ritara eða skólastjóra. Netfang skólastjóra er hafsteinn@kopavogur.is
Stutt kynning á frambjóðendum verður á vef skólans.
Kosning verður rafræn. Foreldrar fá sendan tölvupóst með slóð inn á atkvæðaseðil.

Til foreldra í Kópavogi

 
Tilkynning frá forvarnarfulltrúa Kópavogs: Næstkomandi 2. febrúar stendur Techno.is fyrir tónleikum á vínveitingastaðnum Broadway. Tvennir tónleikar fara þar fram aðrir fyrir 16 – 20 ára sem fara fram fyrr um kvöldið og síðar um kvöldið fara fram tónleikar fyrir 20 ára og eldri.

 

Það sem fer fyrir brjóstið á okkur sem stöndum að forvörnum, æskulýðsstarfi og reynum að hafa velferð barna og unglinga að leiðarljósi er aðallega tvennt:

Svo virðist sem að börn sem eru yngri geti keypt sér miða á tónleikana, margar leiðir hafa verið nefndar. Hitt er að skemmtunin fyrir 16 ára og eldri  fer fram á vínveitingastað, reyndar verður ekki selt áfengi á fyrri tónleikunum.

Við viljum hvetja foreldra barna yngri en 16 ára til að íhuga vel hvort börn þeirra eigi raunverulegt erindi á svona skemmtanir.

                                             Arnar Ævarsson, forvarnarfulltrúi

Þótt vindar blási er Salaskóli opinn

Þrátt fyrir smá gjóstur í morgun þá opnuðum við skólann á venjulegum tíma. Það eru foreldraviðtöl í skólanum, allir kennarar komnir í hús og byrjaðir að ræða við foreldra. Dægradvölin opnaði kl. 8:00.

Að gefnu tilefni viljum við taka fram að skólahald í Salaskóla fellur ekki niður vegna veðurs. Hins vegar er það foreldra að meta hvort þeir senda börn sín í skólann þegar illviðri geisa.

Ekki lengur mannekla í dægradvöl

Í allt haust vantaði okkur starfsfólk í dægradvöl, en með dugnaði starfsfólks þar tókst okkur að halda henni gangandi. Nú um áramótin bættist við starfsfólk og nú er dægradvölin fullmönnuð. Rétt tæplega hundrað börn eru í dægradvölinni og oft mikið fjör á daginn. HK hefur tekið upp samstarf við okkur og við erum einnig að leita samstarfs við önnur íþrótta- og tómstundafélög.