Fullkomið hljóðver opnað í Salaskóla

Í Salaskóla erum við að taka í notkun glænýtt, fullkomið hljóðver. Þar verður hægt að taka upp tónlist, hlaðvörp og bara það sem okkur dettur í hug. Heiðurinn af þessu hljóðveri eiga nokkrir krakkar í 9. og 10. bekk sem settu fram vel mótaða hugmynd, studda af fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Hugmyndin fékk góðan hljómgrunn og skólinn og félagsmiðstöðin Fönix tóku höndum saman með þessum nemendum og gerðu hugmyndina að veruleika.  Nemendurnir tóku að sér að útbúa góða aðstöðu fyrir hljóðverið, máluðu, einangruðu og settu upp þann búnað sem þurfti. Hljóðverið verður tekið í notkun eftir helgi og má því vænta þess að á næstunni verði settir í loftið hlaðvarpsþættir af ýmsu tagi ásamt frumsaminni tónlist svo eitthvað sé nefnt.

Hljóðverið bætist við góðan aðbúnað í Salaskóla en áður var búið að koma upp góðu tækniveri og aðstöðu til myndvinnslu . Allt þetta ýtir undir fjölbreytta nálgun í námi og gefur nemendur færi á að vinna verkefni í hæsta gæðaflokki.

Þess má geta að um leið og hljóðverið opnar fer af stað valgrein sem nýtir aðstöðuna og nemendur sjá sjálfir um að námið og kennsluna. Þekking á þessu sviði liggur hjá þeim og þeir mun læra hver af öðrum og leita saman að lausnum á þeim verkefnum sem mæta þeim.

Arnór Snær hreppti 2. sætið í ljóðakeppni og Bára Margrét fékk sértaka viðurkenningu

Þau Arnór Snær Hauksson og Bára Margrét Grímsdóttir nemendur í 5. bekk í Salaskóla stóðu sig vel á ljóðakeppni grunnskóla nú á dögunun. Arnór Snær var í 2. sæti í keppninni og Bára Margrét fékk sértaka viðurkenningu fyrir sitt ljóð. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með þennan góða og eftirtektarverða árangur. Þau fengu viðurkenningar sínar og verðlaun afhent á ljóðahátíðinni Ljóðstafur Jóns úr Vör 21. janúar sl.
 
Hlutskörpust í grunnskólakeppninni var Ingimar Örn Hammer Haraldsson í 7. Bekk Álfhólsskóla fyrir ljóðið Svarthol. Í öðru sæti var Arnór Snær Hauksson í 5. Bekk Salaskóla fyrir ljóðið Grimma tréð og í þriðja sæti Steinunn María Gunnarsdóttor og Ragnheiður Jónasdóttir í 7. bekk Kársnesskóla fyrir ljóðið Draumaland.
 
Þá hlutu sjö nemendur sérstaka viðurkenningu en þau eru: Benedikt Einarsson í 10. bekk Vatnsendaskóla, Helgi Geirsson í 7. bekk Álfhólsskóla, Bára Margrét Guðjónsdóttir í 5. bekk Salaskóla, Kristín Elka Svansdóttir í 5. bekk Hörðuvallaskóla, Hrannar Ben Ólafsson í 5. bekk Hörðuvallaskóla og Ingunn Jóna Valtýsdóttir í 10. bekk Lindaskóla.
 
Alls bárust 153 ljóð frá grunnskólabörnum.

Tilkynning til foreldra vegna þriðjudags 14. janúar

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

English:A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age are asked to accompany their children to school tomorrow morning, Tuesday the 14th, due to bad weather conditions.

https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk

Vegna veðurs í dag

Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins biðja foreldra að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag. Þetta á við um yngstu börnin. Hinir ganga bara heima. Frístundavagnar ganga.

English

Pick up the youngest children at the end of school or fristund / dægradvöl today. The others just walk home.

Gul viðvörun í dag – A yellow warning today

Það er gul viðvörun frá kl. 15 í dag á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan lýsir þessu svona:

„Vestan hvassviðri, jafnvel stormur með snjókomu eða éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni í skafrenningi, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum. Hvassast verður í vesturhluta borgarinnar en mest ofankoma í efribyggðum.“

Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins hafa sent tilkynningu um að foreldrar og forráðamenn séu beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag. Ekki er þörf að sækja börn fyrir klukkan 15:00, en mælst til til þess að börn undir 12 ára aldri gangi ekki ein heim eftir klukkan 15:00. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Í Salaskóla lítur þetta þá þannig út að börn sem eiga að fara heim til sín í lok kennslu, ganga bara heim eins og venjulega, enda lýkur kennslu á milli 1330 og 1400.

Foreldrar eiga hins vegar að sækja börn í dægradvöl á venjulegum tíma. Við vekjum samt athygli á að vegna hríðar og versnandi akstursskilyrða eftir kl. 15 geta orðið talverðar samgöngutruflanir og erfiðleikar við að komast á milli staða.

English

A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík area from 15:00 today. Parents and guardians of children younger than 12 years old are asked to pick up their children at the end of the school day or after-school programs.

Gleðileg jól

Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum, foreldrum og landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, gleðilegra jóla.

Skólastarf hefst skv. stundaskrá mánudaginn 6. janúar 2020

Nýjar upplýsingar

Til að einfalda málin höfum við þetta svona í Salaskóla:
Foreldrar sækja nemendur í 1 – 4. bekk. Við sendum þau ekki gangandi ein heim
Nemendur í 5. – 10. bekk ganga heim eftir hádegismat.

Við biðjum foreldra um að koma inn í skóla og ná í börn sín. Við getum ekki sinnt beiðnum um að senda þau út í bíl til ykkar. Það er mikið álag á okkur og ekki bætir úr skák bilun í tölvukerfi.