Vont veður aftur / bad weather again

English below
Nú hefur Veðurstofa Íslands spáð fyrir um appelsínugula viðvörun með suðaustan stormi fyrir höfuðborgarsvæðið í dag milli 16:30 og 19:30. Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Það verður líklega mjög mikið rok í Salahverfi og við biðjum foreldra um að sækja börn sín í dægradvöl. Skynsamlegt að vera á ferðinni fyrir kl. 1600 því það verður arfavitlaust eftir það. Auk þess er mjög hált og erfitt að fóta sig. Börn verða ekki send ein heim gangandi eftir kl 1500.

Enska:

Announcement 3. In the afternoon if the weather worsens during school and after-school programs.

The weather conditions in the Reykjavik area has deteriorated and parents and guardians, of children younger than 12,are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs.
We ask parents to pick up their children not later than 4 o´clock because the weather will probably be very bad here in Saladistrict. Take care of slippery in the schoolyard. We will not send the children walking home after 3 o´clock.

Fylgið börnum í skólann /

Það er mikið rok í Salahverfi nú í morgunsárið með rigningu. Sumsstaðar eru hálkublettir. Það þarf því að fylgja börnunum í skólann. Þetta á við um börn 12 ára og yngri, unglingarnir meta hvort þeir treysti sér til að ganga eða vilji far með foreldrum sínum. Þar sem þetta mun skapa mikið umferðaröngþveiti við skólann, sem líka getur skapað hættu, er ágætt að dreifa mætingum yngri barnanna á milli kl. 8 og 9. Passið ykkur þegar þið opnið dyr á bílum. Það eru líka hálkublettir á skólalóðinni og því þarf að fara varlega. Við erum að sanda blettina en það er ekki víst að það dugi.

It is heavy wind in Saladistrict this morning with rain. It can also be slippery here and there. Therefore it is necessary to follow the children 12 years and younger to the school.  It is up to the older ones if  they trust themselves to walk or go with their parents. Since this will create a lot of traffic jams at the school, which can also create a risk, it is a good idea to spread the younger childs sessions between kl. 8 and 9. Take care when you open the doors of the cars. There are also slippery spots at the schoolyard and you have to be careful. We are sanding the spots, but it may not be enough.

Óveður – röskun / bad weather – disruption

Veðurhorfur í fyrramálið eru ótryggar. Fylgist vel með veðri áður en þið sendið börn ykkar í skólann. Skólinn verður væntanlega opnaður á tilsettum tíma en erfitt getur verið fyrir börn að fara leiðar sinnar í skólann. Við setjum líka upplýsingar á heimasíðu skólans og facebook. Vegna álags á símkerfi biðjum við ykkur um að hringa ekki í skólann nema brýna nauðsyn beri til. Vinsamlegast lesið eftirfarandi:

Íslenska: http://shs.is/wp-content/uploads/2017/01/roskun-a-skolastarfi_2016.pdf

Weather forecasts in the morning are insecure. Take care of weather before sending your children to school. The school will be opened at same time as usually, but it may be difficult for the children to go to school. We also put information in the morning on the school website and facebook. We ask you not to phone to the school if it is not urgent. Please read the following:

English: http://shs.is/wp-content/uploads/2017/01/roskun-a-skolastarfi_2016.pdf

Lúsían – myndband

Hér er glænýtt myndband frá Lúsíunni okkar í Salaskóla 13. desember sl. Mér þessu óskum við ykkur gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða. Skólastarf hefst skv. stundaskrá 4. janúar 2018.

Lúsían 2017

Áríðandi fundur fyrir foreldra í Salaskóla í dag

Að gefnu tilefni boða stjórn Foreldrafélags Salaskóla og skólastjórnendur til fundar í sal skólans þriðjudaginn 24. október kl. 17:30 – 18:30. Tilgangur fundarins er að upplýsa uppákomur sem orðið hafa við Hörðuvallaskóla á kvöldin, hópamyndanir m.a. með þátttöku barna úr Salaskóla. Einnig munum við ræða hvernig megi bregðast við eignaspjöllum og þjófnaði sem hefur átt sér stað í hverfinu undanfarið. Mætum og látum okkur málið varða.

Þar sem búast má við mikilli fundarsókn er skynsamlegt að þeir sem geta komi fótgangandi til fundarins því hörgull kann að verða á bílastæðum.

small_vifistadavatn.jpg

Óskum eftir starfsfólki í dægradvöl

Salaskóli auglýsir eftir starfsfólki í dægradvöl skólans. Dægradvölin er frístundaúrræði fyrir 6 – 9 ára krakka og starfstími hennar er frá kl. 13 – 17. Um 50% starf er að ræða en mögulega getum við boðið 100% starf ef einhver er á þeim buxunum. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf sem hentar t.d. ágætlega með námi. Skemmtilegur vinnustaður. Áhugasamir hafi samband við Auðbjörgu, Hafstein eða Hrefnu í Salaskóla. Netfang egg@salaskoli.is og sími 441 3200.

Staðan í dægradvölinni

Það lítur betur út með starfsmannamálin í dægradvöl og ef fer sem horfir þá eigum við að geta bætt við börnum um miðja næstu viku. Enn vantar þó eitthvað starfsfólk og etv. svara einhverjir auglýsingum helgarinnar. Hafið það gott um helgina.