Foreldrar þurfa ekki að kaupa námsgögn

Þetta skólaár sér Kópavogsbær um að útvega nemendum grunnskólanna námsgögn án endurgjalds.
Með námsgögnum er átt við ritföng og stílabækur. Gott er að foreldrar sjái til þess að nemendur í 5.-10.bekk eigi heyrnartól til notkunar með spjaldtölvunum sínum.

Skólasetning 23. ágúst

Salaskóli verður settur fimmtudaginn 23. ágúst n.k. Nemendur eiga að mæta sem hér segir:

Kl. 8:30 – 2. 3. og 4. bekkur
Kl. 9:30 – 5. 6 og 7. bekkur
Kl. 10:30 – 8. 9. og 10. bekkur

Nemendur mæta í anddyri skólans og fara síðan í kennslustofur með kennurum sínum. Foreldrar eru velkomnir með börnunum.

Nemendur sem eru að byrja í 1. bekk verða boðaðir í einstaklingsviðtöl með foreldrum sínum 22. og 23. ágúst.
Fyrsti skóladagurinn hjá 1. bekk er 24. ágúst.

Útskrift 10. bekkinga miðvikudaginn 6. júní

Útskrift 10.bekkinga verður miðvikudaginn 6. júní kl. 20.00. Þetta er hátíðleg en um leið gleðileg athöfn og mæta nemendur og foreldrar þeirra, prúðbúin. Ef t.d. afi og amma vilja koma með eru þau velkomin.  Athöfnin fer þannig fram að nemendur flytja ávörp og atriði, skólastjórnendur ávarpa og afhenda vitnisburð. Að  útskrift lokinni er kaffisamsæti í boði foreldra og skólans.

Skólaslit fimmtudaginn 7. júní

Skólaslit Salaskóla verða fimmtudaginn 7. júní nk. og eiga nemendur að mæta sem hér segir:

Kl. 9:30 – 1. bekkur, 3. bekkur, 5. bekkur, 7. bekkur og 9. bekkur
Kl. 10.00 – 2. bekkur, 4. bekkur, 6. bekkur og 8. bekkur.

Nemendur mæta í anddyri þar sem verður smá viðhöfn. Að henni lokinni fara þeir með kennurum sínum í kennslustofurnar.

mia.jpg

Fræðslufundir um netfíkn fyrir foreldra í 5. – 8. bekk

Næsta föstudag, 2. mars, verður fræðslufundur um netfíkn hér í Salaskóla fyrir foreldra og nemendur í 5. og 6. bekk. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur fræðir foreldra og það er mjög mikilvægt að allir foreldrar mæti, eiginlega bara skyldumæting. Fundurinn hefst kl. 815 og er í klukkukstund. Þegar Eyjólfur Örn hefur rætt við foreldra mun hann halda fund með nemendum.

6. mars verður svo annar fundur fyrir foreldra í 7. og 8. bekk og þeir sem eiga líka börn í þeim árgöngum þurfa aðeins að mæta á annan fundinn.

Innritun fyrir næsta skólaár

Innritun 6 ára barna (fædd 2012) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is
Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2018 og stendur hún til 8. mars.
Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.
Haustið 2018 munu skólar hefjast með skólasetningardegi fimmtudaginn 23. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skal sækja um á íbúagátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.
bus

Notið hringtorgið við skólann

Ef þið þurfið að aka börnunum í skólann t.d. vegna leiðinda veðurs þá biðjum við ykkur um að nota hringtorfið við skólann til að sleppa þeim út. Það er miklu öruggara en að fara inn á bílaplanið. Strætó er hættur að fara í hringtorgið og þetta er því í góðu lagi. Ef það er mikil traffík þá er hringtorgið stórt og nóg pláss sem sjálfsagt er að nota. Við höfum einnig fengið ábendingar um að einhverjir fara í Suðursali og hleypi börnum út þar. Það skapar óþarfa hættu þar. Notið frekar hringtorgið við skólann.

Förum varlega í umferðinni!