Útskrift 10. bekkinga miðvikudaginn 6. júní

Útskrift 10.bekkinga verður miðvikudaginn 6. júní kl. 20.00. Þetta er hátíðleg en um leið gleðileg athöfn og mæta nemendur og foreldrar þeirra, prúðbúin. Ef t.d. afi og amma vilja koma með eru þau velkomin.  Athöfnin fer þannig fram að nemendur flytja ávörp og atriði, skólastjórnendur ávarpa og afhenda vitnisburð. Að  útskrift lokinni er kaffisamsæti í boði foreldra og skólans.

Skólaslit fimmtudaginn 7. júní

Skólaslit Salaskóla verða fimmtudaginn 7. júní nk. og eiga nemendur að mæta sem hér segir:

Kl. 9:30 – 1. bekkur, 3. bekkur, 5. bekkur, 7. bekkur og 9. bekkur
Kl. 10.00 – 2. bekkur, 4. bekkur, 6. bekkur og 8. bekkur.

Nemendur mæta í anddyri þar sem verður smá viðhöfn. Að henni lokinni fara þeir með kennurum sínum í kennslustofurnar.

mia.jpg

Fræðslufundir um netfíkn fyrir foreldra í 5. – 8. bekk

Næsta föstudag, 2. mars, verður fræðslufundur um netfíkn hér í Salaskóla fyrir foreldra og nemendur í 5. og 6. bekk. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur fræðir foreldra og það er mjög mikilvægt að allir foreldrar mæti, eiginlega bara skyldumæting. Fundurinn hefst kl. 815 og er í klukkukstund. Þegar Eyjólfur Örn hefur rætt við foreldra mun hann halda fund með nemendum.

6. mars verður svo annar fundur fyrir foreldra í 7. og 8. bekk og þeir sem eiga líka börn í þeim árgöngum þurfa aðeins að mæta á annan fundinn.

Innritun fyrir næsta skólaár

Innritun 6 ára barna (fædd 2012) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is
Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2018 og stendur hún til 8. mars.
Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.
Haustið 2018 munu skólar hefjast með skólasetningardegi fimmtudaginn 23. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skal sækja um á íbúagátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.
bus

Notið hringtorgið við skólann

Ef þið þurfið að aka börnunum í skólann t.d. vegna leiðinda veðurs þá biðjum við ykkur um að nota hringtorfið við skólann til að sleppa þeim út. Það er miklu öruggara en að fara inn á bílaplanið. Strætó er hættur að fara í hringtorgið og þetta er því í góðu lagi. Ef það er mikil traffík þá er hringtorgið stórt og nóg pláss sem sjálfsagt er að nota. Við höfum einnig fengið ábendingar um að einhverjir fara í Suðursali og hleypi börnum út þar. Það skapar óþarfa hættu þar. Notið frekar hringtorgið við skólann.

Förum varlega í umferðinni!

Vont veður aftur / bad weather again

English below
Nú hefur Veðurstofa Íslands spáð fyrir um appelsínugula viðvörun með suðaustan stormi fyrir höfuðborgarsvæðið í dag milli 16:30 og 19:30. Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Það verður líklega mjög mikið rok í Salahverfi og við biðjum foreldra um að sækja börn sín í dægradvöl. Skynsamlegt að vera á ferðinni fyrir kl. 1600 því það verður arfavitlaust eftir það. Auk þess er mjög hált og erfitt að fóta sig. Börn verða ekki send ein heim gangandi eftir kl 1500.

Enska:

Announcement 3. In the afternoon if the weather worsens during school and after-school programs.

The weather conditions in the Reykjavik area has deteriorated and parents and guardians, of children younger than 12,are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs.
We ask parents to pick up their children not later than 4 o´clock because the weather will probably be very bad here in Saladistrict. Take care of slippery in the schoolyard. We will not send the children walking home after 3 o´clock.

Fylgið börnum í skólann /

Það er mikið rok í Salahverfi nú í morgunsárið með rigningu. Sumsstaðar eru hálkublettir. Það þarf því að fylgja börnunum í skólann. Þetta á við um börn 12 ára og yngri, unglingarnir meta hvort þeir treysti sér til að ganga eða vilji far með foreldrum sínum. Þar sem þetta mun skapa mikið umferðaröngþveiti við skólann, sem líka getur skapað hættu, er ágætt að dreifa mætingum yngri barnanna á milli kl. 8 og 9. Passið ykkur þegar þið opnið dyr á bílum. Það eru líka hálkublettir á skólalóðinni og því þarf að fara varlega. Við erum að sanda blettina en það er ekki víst að það dugi.

It is heavy wind in Saladistrict this morning with rain. It can also be slippery here and there. Therefore it is necessary to follow the children 12 years and younger to the school.  It is up to the older ones if  they trust themselves to walk or go with their parents. Since this will create a lot of traffic jams at the school, which can also create a risk, it is a good idea to spread the younger childs sessions between kl. 8 and 9. Take care when you open the doors of the cars. There are also slippery spots at the schoolyard and you have to be careful. We are sanding the spots, but it may not be enough.

Óveður – röskun / bad weather – disruption

Veðurhorfur í fyrramálið eru ótryggar. Fylgist vel með veðri áður en þið sendið börn ykkar í skólann. Skólinn verður væntanlega opnaður á tilsettum tíma en erfitt getur verið fyrir börn að fara leiðar sinnar í skólann. Við setjum líka upplýsingar á heimasíðu skólans og facebook. Vegna álags á símkerfi biðjum við ykkur um að hringa ekki í skólann nema brýna nauðsyn beri til. Vinsamlegast lesið eftirfarandi:

Íslenska: http://shs.is/wp-content/uploads/2017/01/roskun-a-skolastarfi_2016.pdf

Weather forecasts in the morning are insecure. Take care of weather before sending your children to school. The school will be opened at same time as usually, but it may be difficult for the children to go to school. We also put information in the morning on the school website and facebook. We ask you not to phone to the school if it is not urgent. Please read the following:

English: http://shs.is/wp-content/uploads/2017/01/roskun-a-skolastarfi_2016.pdf

Lúsían – myndband

Hér er glænýtt myndband frá Lúsíunni okkar í Salaskóla 13. desember sl. Mér þessu óskum við ykkur gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða. Skólastarf hefst skv. stundaskrá 4. janúar 2018.

Lúsían 2017